
jæja það kom að því að maður fær að reyna fyrir sér í heimilisstörfunum. Inga Freyja skellti sér til Íslands til að klára námið sitt, svo að ég er eftir í Danmörku með Ernu og Egill.
Allt gengur þetta nú bærilega en voðalega er maður lélegur multi-tasking maður .. það er t.d voða erfitt að vera með allan matinn heitann á sama tíma, ef maður reynir að hafa þetta allt tilbúið á réttum tíma þá er eitthvað hrátt eða eitthvað brunnið. En maður lifir og lærir sagði einhver spekingurinn.
Í gær vorum við með slátur veislu og buðum nokkrum vinum okkar í heimsókn. Það var sko veisla og allir borðuðu á sig gat, en það skemmdi svolítið stemminguna að dúkurinn sem var á borðinu var "kannski" þveginn nýlega með örlítið of mikið af mýkingarefni og slátrið ylmaði af Ultra fresh vor-ilmi. Gestirnir héldu bara að ég hafði þrifið stofuna svona rosalega vel áður en þau komu. En slátrið var gott og viljinn var tekinn fyrir verkið.
Í vikunni tókum við svo hjálpardekkin af hjólinu hans Egils og nú hjólar hann eins og herforingi upp og niður götuna, eina sem hann á eftir að læra er þá að beygja og eru æfingar þegar hafnar á því.
Í vikunni tókum við svo hjálpardekkin af hjólinu hans Egils og nú hjólar hann eins og herforingi upp og niður götuna, eina sem hann á eftir að læra er þá að beygja og eru æfingar þegar hafnar á því.
Og svo í dag fórum við í Sorpu, sund og svo í keilu, sem var allger snilld. Ég stóð í þeirri trú að þau væru of lítil til að geta farið með þau í keilu en svo er nú aldeilis ekki.. Þau stóðu sig með stakri bríði og fannst rosalega gaman.
jæja segjum það gott í bili
kveðja
Becks
jæja segjum það gott í bili
kveðja
Becks
1 ummæli:
Oh, en þið dugleg, má ég koma með í bowling næst?
Palli minn passaðu bara að þvo ekki teflon húðina af fína dúknum þínum - þetta minnir mig nú bara á þig á collegíinu hérna um árið ;)
Knús, Inga Freyja
Skrifa ummæli