þriðjudagur, 27. mars 2007

Úti að leika, bara gaman.


Ó já.. helgin bauð upp á fallegt veður, þannig að við vorum rosalega duglega að hjóla út um allar trissur. Þetta átti nú bara að vera auðvelt, láta krakkana hjóla og ég myndi jogga á eftir Agli til að passa að hann myndi nú ekki detta eða beygja út á götu. Eeeeeennnnn strákurinn getur nú bara hjólað askoti hratt. Við vorum sem sagt á leið í kaffi hjá fjölskyldunni á Casa Sana vej en ákváðum að koma við í Solrod, þó að það sé nokkra km úr leið. Svo sem ekkert nýtt hjá mér að fara langleiðina að hlutunum, sbr. ferð á Akureyi sem endaði í hringferð um landið. Ég veit ekki allveg hvað húsfrúin í Solrod hélt þegar við renndum í hlað, ég gat ekki komið upp orði, kósveittur og gersamlega búinn eftir sprettinn á eftir Agli. En eftir vatnssopa gat ég stunið upp að við værum í hjólatúr. Egill var rosaánægður, pabbi að elta og eftir því sem hann gaf í heyrðust skrítin hljóð í pabba, voða gaman. Eftir langa pásu var haldið af stað tilbaka og nú var stoppað á Casa Sana vej og þar sem okkur var boðið í kaffi og með því. Krakkarnir léku sér svo allan daginn og við fullorðna fólkið sátum bara úti í garði og "hugguðum" okkur í sólinni. Þegar við svo loksins komum heim þá nennti pabbi sko ekki að elda þannig að það var boðið upp á pulsur með öllu.


Við erum búin að fá að sjá Eirík núna næstum daglega í vefmyndavélinni okkar og sá er að stækka og þroskast.. mér finnst hann nú bara breytast dag frá degi. Ég skil vel að sjómenn hér áður fyrr gátu ekki þekkt börnin sín, þegar þau voru svona lítil, þegar þeir komu loksins í land.

Ætli ég sé þá í sporum sjómannskonu ? þetta er fer nú að vera hættulegt. maður er farinn að muna ótrúlegustu hluti, hvað á kaupa í matinn, taka úr þvottavélinni, gera matpakka og fl.


jæja ætli ég fari nú ekki bara að halda dagbók og .......


bless í bili


Beck´s

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hahaha, ég er í kasti. Það síðasta sem ég sé fyrir mér þegar ég hugsa um þig elskan er sjómannskona :) En samt ekkert vitlaus samlíking :)
Verst að sjómaðurinn þinn kemur nú ekki í land með feitan hlut í þetta sinn, og þó :)

Knús til þín og krakkanna - Inga Freyja

Ásta Beck sagði...

Hahahahaha sé þig alveg í reyna að halda í hjólreiðakappann svo hann stingi þig ekki af !! Fín leið til að halda sér í formi ;)

..og það hafa allir gott af því að þurfa að hugsa um "hina" hlutina í fjölskyldusamvinnunni. Ætti m.a.s. að vera skylda að taka nokkra daga á ári í svona hlutverkaskipti. Held að allir hefðu gott af því.

Eirikur Beck sagði...

Halló.
Gott að þetta kom fram með megrunina. Afi er nú búinn að gera við hjólið sitt og ætlar út að hjóla í dag. Verð þá kannski tilbúin að hjóla með þeim þegar ég kem ( ef ég æfi mig nóg )

Ásta Beck sagði...

Gleðilega páska elsku fjölskylda!! Sendum klístraðar súkkulaðikveðjur úr Kópavoginum :)