Vor var í lofti þegar við vöknuðum í morgun. Sólin skein inn um gluggann og ég var viss um að við hefðum sofið yfir okkur. Merkilegt hvað börn eru fljót að finna veikublettina hjá manni. Allavega hafa þau fundið einn hjá mér. Ég þykist rosa duglegur að fá þau til að sofna í sínu rúmmi en þau vakna alltaf hjá mér á morgnanna ! skrýtið.
Við vorum í svo góðu skapi í morgun að við ákváðum að hjóla í leikskólann, og nú var Egill að hjóla í fyrsta sinn í leikskólann án hjálparadekkja, vá hvað við vorum miklu fljótari. Það er í raun ótrúlegt hvað mannsskepnan er fljót að læra að hjóla. Strákurinn er búin að fara í 3-4 hjólaferðir og nú þarf maður nánast ekkert að grípa inní, og þetta með að beygja er allt að koma. Þegar við komum heim af leikskólanum þræl þreytt eftir að hafa hjólað heim, ákváðum við að baka muffins ! Eitthvað sem var búið að fresta og fresta, en svo tók það ekki meir en 20 mín að "sulla" þessu saman þegar við byrjuðum loks á þessu enda fengu krakkarnir að sjá um baksturinn.Það tók mun lengri tíma að þrífa eldhúsið á eftir, en það telur ekki með.
Erna fór svo á fimleika æfingu og stendur nú meir á höndum enn hún stendur í fæturna, og það eru fótaför upp um alla veggi. Þau eiga svo bæði að vera með íþrótta-sýningu þann 1.apríl í íþróttahúsi bæjarins.
jæja segjum það gott í bili.. kv. Becks
1 ummæli:
Vá til lukku með hjólagarpana þína! ....og með að vera svona duglegur að blogga :)
Skrifa ummæli