mánudagur, 19. mars 2007

bókasöfn og ruslaferðir



Í dag var ákveðið að taka þetta með stóískri ró og slappa bara af.. Enginn á að fara á æfingu og einu plön kvöldsins er að borða fisk í kvöldmatinn og lesa fullt af bókum fyrir börnin. Við fórum nefnilega á bókasafnið í dag og það var valið vel til kvöldlestrarins. Meira hvað þau eru ánægð með bókasafnið hérna, þau velja sér DVD myndir PS2 leiki og bækur og allt án þess að borga. Og það besta er að maður fær sms og tölvupóst þegar maður þarf að fara að skila, tær snilld. Annars var frekar kalt í dag og ég sendi krakkana með kuldagallana með sér í leikskólann en það er nú "samt" 5 stiga hiti. Eitthvað á að kólna núna á næstu dögum en þegar nær dregur helgi á að hlýna aftur, þannig að ég í það minnsta held að það sé komið vor.. allavega gerðum við vorhreingerningu á útiskúrnum okkar um helgina.. þetta er ótrúlegt, maður rífst og skammast yfir þessu rusli öllu saman og þegar maður loksins hefst af stað til að fara í Sorpu tekur þetta 10 min að losa sig við þetta, fullan bíl af drasli, afhverju í veröldinni var maður ekki búin að fara með þetta fyrr...skelfilega ætlar maður að læra þetta seint.. en svona er það nú..

bless í bili




Grassarinn , Becks

Engin ummæli: