laugardagur, 24. mars 2007

Afhverju að þrífa, þetta verður allt skítugt aftur !!!



Já og ég held að ég sé heimsmeistari í að ýta hlutum sem snúa að hreingerningu og tiltekt á undan mér án þess að gera nokkuð þeim. Ég er sennilega bara orðin svo vanur því að Inga hirði eftir mig draslið þegar hún er búin að fá leið á sama draslinu aftur og aftur. Ég held reyndar að ég kæmist upp með það að bíða þar til hún kemur út aftur, en ef hún fengi pata af því hvernig ástandið væri, myndi hún sennilega hugsa sig nokkrum sinnum um áður en hún héldi af stað til DK aftur.

Við erum búin að vera rosalega dugleg í dag að taka til , því við viljum fá mömmu heim. Búið að skúra skrúbba og bóna.

Erna fékk vinkonu sína, hana Amalie, í heimsókn í morgun og var því glatt á hjalla. Fór ég með þær tvær að versla því Egill vildi endilega fara í heimsókn til nágranans og leika við Matthias.
Þegar við komum svo til baka þá voru bakaðar amerískar pönnukökur að hætti hússins, framreiddar með sírópi og í kvöldmatinn verða home-made hamborgarar með HUNTS BBQ sósu. nammi namm.

Það er búið að vera yndislegt veður í allan dag og hitinn á pallinum búin að vera í 15-16°C, en um leið og maður kemur fyrir hornið er svalara, gusturinn er svell kaldur en í skjóli er yndislegt að vera, svo vorum við að fá þær skemmtilegu frettir að ein besta vinkona Ernu á Íslandi, er að koma til DK yfir páskana og er verið að skipuleggja hitting hjá þeim eitthvern tíma um páskana.

P.s Til hamingju með ferminguna Ingibjörg !

bless i bili Beck's

Engin ummæli: