jæja þar kom að því.. það er byrjað að snjóa.. Veðurfræðingurinn sem spáði snjókomunni mundi ekki hvernær það var norðan átt í danmörku síðast.. en það á að hlýna aftur á miðvikudag-fimtudag.
Annars var nú heldur betur spýtt í lófana um sl. helgin.. Pabbi og Jóhanna mættu á svæðið, sennilega leist pabba ekkert á hvað strákurinn var byrjaður á og ákvað að koma og sýna honum hvernig ætti að gera þetta.. Við settum nýja pípulögn fyrir baðherbergið, flotuðum gólfið og settum gipsplötur í loftið í holinu. Ég er svo byrjaður að sparsla og undirbúa festingar fyrir vegghengda klósettið.
Annars er ég mjög ánægður með hvernig húsið er búið að reynast í -6 til -8° C. Það var ekkert kalt á okkur og á kvöldin þá kveikti maður upp í kamínunni, svona til að nota eitthvað af þessum 2 tonnum af brenni sem ég keypti ( ég bjóst við hörðum vetri :-).
þriðjudagur, 23. janúar 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Á ekkert að update-a myndina og sýna herlegheitin eins og þau líta út í dag :)
...ég bíð spennt eftir því, ég þarf bara að gera mér ferð út til ykkar og taka þetta út :) Sjáumst á miðvikudaginn!
Skrifa ummæli