
jæja þá er tími ofáts og allgjörar leti liðinn. Við komum heim í húsið okkar þann 7. Janúar og var rosalega gott að koma heim.. allt var eins og það átti að vera og meir að segja voru vinir okkar í Sólröd búin að kaupa kost svo við ættum eitthvað í okkur. Húsið var nú frekar kalt þó að kyndingin væri búin að vera á í nokkra daga en eftir að hafa notað eitthvað af þessu tveimur tonnum af brenni sem ég keypti hlýnað heldur betur í húsinu.
Erna og Egill eru upp á sitt besta núna , að hitta alla vinina og rifja upp hvað hver fékk í jólagjöf.
Annars er maður bara að reyna að vera duglegur í að klára þessa smá hluti sem eftir voru þegar við fluttum inn, hengja upp ljós, myndir og setja saman hillur og þess háttar og svo á mánudaginn ætla ég að byrja á því að klára holið hjá okkur, að vísu bættist litla baðið við.
Erna og Egill eru upp á sitt besta núna , að hitta alla vinina og rifja upp hvað hver fékk í jólagjöf.
Annars er maður bara að reyna að vera duglegur í að klára þessa smá hluti sem eftir voru þegar við fluttum inn, hengja upp ljós, myndir og setja saman hillur og þess háttar og svo á mánudaginn ætla ég að byrja á því að klára holið hjá okkur, að vísu bættist litla baðið við.
Við ætlum að setja nýtt klósett, svona vegghengt, og nýjar flísar. Inga er búin að vera svo snjöll að finna svona restar af flísum á tilboði, allt að 85% aflsáttur, snilld.
látum gott heita að sinni
1 ummæli:
Til hamingju með afmælið á föstudaginn Palli minn!
Kveðjan átti að koma á afmælisdaginn þinn en hún var eitthvað lengi á leiðinni ;)
Hafið það gott.
Kv. Sandra
Skrifa ummæli