þriðjudagur, 27. mars 2007

Úti að leika, bara gaman.


Ó já.. helgin bauð upp á fallegt veður, þannig að við vorum rosalega duglega að hjóla út um allar trissur. Þetta átti nú bara að vera auðvelt, láta krakkana hjóla og ég myndi jogga á eftir Agli til að passa að hann myndi nú ekki detta eða beygja út á götu. Eeeeeennnnn strákurinn getur nú bara hjólað askoti hratt. Við vorum sem sagt á leið í kaffi hjá fjölskyldunni á Casa Sana vej en ákváðum að koma við í Solrod, þó að það sé nokkra km úr leið. Svo sem ekkert nýtt hjá mér að fara langleiðina að hlutunum, sbr. ferð á Akureyi sem endaði í hringferð um landið. Ég veit ekki allveg hvað húsfrúin í Solrod hélt þegar við renndum í hlað, ég gat ekki komið upp orði, kósveittur og gersamlega búinn eftir sprettinn á eftir Agli. En eftir vatnssopa gat ég stunið upp að við værum í hjólatúr. Egill var rosaánægður, pabbi að elta og eftir því sem hann gaf í heyrðust skrítin hljóð í pabba, voða gaman. Eftir langa pásu var haldið af stað tilbaka og nú var stoppað á Casa Sana vej og þar sem okkur var boðið í kaffi og með því. Krakkarnir léku sér svo allan daginn og við fullorðna fólkið sátum bara úti í garði og "hugguðum" okkur í sólinni. Þegar við svo loksins komum heim þá nennti pabbi sko ekki að elda þannig að það var boðið upp á pulsur með öllu.


Við erum búin að fá að sjá Eirík núna næstum daglega í vefmyndavélinni okkar og sá er að stækka og þroskast.. mér finnst hann nú bara breytast dag frá degi. Ég skil vel að sjómenn hér áður fyrr gátu ekki þekkt börnin sín, þegar þau voru svona lítil, þegar þeir komu loksins í land.

Ætli ég sé þá í sporum sjómannskonu ? þetta er fer nú að vera hættulegt. maður er farinn að muna ótrúlegustu hluti, hvað á kaupa í matinn, taka úr þvottavélinni, gera matpakka og fl.


jæja ætli ég fari nú ekki bara að halda dagbók og .......


bless í bili


Beck´s

laugardagur, 24. mars 2007

Afhverju að þrífa, þetta verður allt skítugt aftur !!!



Já og ég held að ég sé heimsmeistari í að ýta hlutum sem snúa að hreingerningu og tiltekt á undan mér án þess að gera nokkuð þeim. Ég er sennilega bara orðin svo vanur því að Inga hirði eftir mig draslið þegar hún er búin að fá leið á sama draslinu aftur og aftur. Ég held reyndar að ég kæmist upp með það að bíða þar til hún kemur út aftur, en ef hún fengi pata af því hvernig ástandið væri, myndi hún sennilega hugsa sig nokkrum sinnum um áður en hún héldi af stað til DK aftur.

Við erum búin að vera rosalega dugleg í dag að taka til , því við viljum fá mömmu heim. Búið að skúra skrúbba og bóna.

Erna fékk vinkonu sína, hana Amalie, í heimsókn í morgun og var því glatt á hjalla. Fór ég með þær tvær að versla því Egill vildi endilega fara í heimsókn til nágranans og leika við Matthias.
Þegar við komum svo til baka þá voru bakaðar amerískar pönnukökur að hætti hússins, framreiddar með sírópi og í kvöldmatinn verða home-made hamborgarar með HUNTS BBQ sósu. nammi namm.

Það er búið að vera yndislegt veður í allan dag og hitinn á pallinum búin að vera í 15-16°C, en um leið og maður kemur fyrir hornið er svalara, gusturinn er svell kaldur en í skjóli er yndislegt að vera, svo vorum við að fá þær skemmtilegu frettir að ein besta vinkona Ernu á Íslandi, er að koma til DK yfir páskana og er verið að skipuleggja hitting hjá þeim eitthvern tíma um páskana.

P.s Til hamingju með ferminguna Ingibjörg !

bless i bili Beck's

þriðjudagur, 20. mars 2007

Hjólað og hjólað allan daginn út og inn.

Vor var í lofti þegar við vöknuðum í morgun. Sólin skein inn um gluggann og ég var viss um að við hefðum sofið yfir okkur. Merkilegt hvað börn eru fljót að finna veikublettina hjá manni. Allavega hafa þau fundið einn hjá mér. Ég þykist rosa duglegur að fá þau til að sofna í sínu rúmmi en þau vakna alltaf hjá mér á morgnanna ! skrýtið.

Við vorum í svo góðu skapi í morgun að við ákváðum að hjóla í leikskólann, og nú var Egill að hjóla í fyrsta sinn í leikskólann án hjálparadekkja, vá hvað við vorum miklu fljótari. Það er í raun ótrúlegt hvað mannsskepnan er fljót að læra að hjóla. Strákurinn er búin að fara í 3-4 hjólaferðir og nú þarf maður nánast ekkert að grípa inní, og þetta með að beygja er allt að koma. Þegar við komum heim af leikskólanum þræl þreytt eftir að hafa hjólað heim, ákváðum við að baka muffins ! Eitthvað sem var búið að fresta og fresta, en svo tók það ekki meir en 20 mín að "sulla" þessu saman þegar við byrjuðum loks á þessu enda fengu krakkarnir að sjá um baksturinn.Það tók mun lengri tíma að þrífa eldhúsið á eftir, en það telur ekki með.

Erna fór svo á fimleika æfingu og stendur nú meir á höndum enn hún stendur í fæturna, og það eru fótaför upp um alla veggi. Þau eiga svo bæði að vera með íþrótta-sýningu þann 1.apríl í íþróttahúsi bæjarins.

jæja segjum það gott í bili.. kv. Becks

mánudagur, 19. mars 2007

bókasöfn og ruslaferðir



Í dag var ákveðið að taka þetta með stóískri ró og slappa bara af.. Enginn á að fara á æfingu og einu plön kvöldsins er að borða fisk í kvöldmatinn og lesa fullt af bókum fyrir börnin. Við fórum nefnilega á bókasafnið í dag og það var valið vel til kvöldlestrarins. Meira hvað þau eru ánægð með bókasafnið hérna, þau velja sér DVD myndir PS2 leiki og bækur og allt án þess að borga. Og það besta er að maður fær sms og tölvupóst þegar maður þarf að fara að skila, tær snilld. Annars var frekar kalt í dag og ég sendi krakkana með kuldagallana með sér í leikskólann en það er nú "samt" 5 stiga hiti. Eitthvað á að kólna núna á næstu dögum en þegar nær dregur helgi á að hlýna aftur, þannig að ég í það minnsta held að það sé komið vor.. allavega gerðum við vorhreingerningu á útiskúrnum okkar um helgina.. þetta er ótrúlegt, maður rífst og skammast yfir þessu rusli öllu saman og þegar maður loksins hefst af stað til að fara í Sorpu tekur þetta 10 min að losa sig við þetta, fullan bíl af drasli, afhverju í veröldinni var maður ekki búin að fara með þetta fyrr...skelfilega ætlar maður að læra þetta seint.. en svona er það nú..

bless í bili




Grassarinn , Becks

sunnudagur, 18. mars 2007

Grasekkill


jæja það kom að því að maður fær að reyna fyrir sér í heimilisstörfunum. Inga Freyja skellti sér til Íslands til að klára námið sitt, svo að ég er eftir í Danmörku með Ernu og Egill.

Allt gengur þetta nú bærilega en voðalega er maður lélegur multi-tasking maður .. það er t.d voða erfitt að vera með allan matinn heitann á sama tíma, ef maður reynir að hafa þetta allt tilbúið á réttum tíma þá er eitthvað hrátt eða eitthvað brunnið. En maður lifir og lærir sagði einhver spekingurinn.

Í gær vorum við með slátur veislu og buðum nokkrum vinum okkar í heimsókn. Það var sko veisla og allir borðuðu á sig gat, en það skemmdi svolítið stemminguna að dúkurinn sem var á borðinu var "kannski" þveginn nýlega með örlítið of mikið af mýkingarefni og slátrið ylmaði af Ultra fresh vor-ilmi. Gestirnir héldu bara að ég hafði þrifið stofuna svona rosalega vel áður en þau komu. En slátrið var gott og viljinn var tekinn fyrir verkið.

Í vikunni tókum við svo hjálpardekkin af hjólinu hans Egils og nú hjólar hann eins og herforingi upp og niður götuna, eina sem hann á eftir að læra er þá að beygja og eru æfingar þegar hafnar á því.


Og svo í dag fórum við í Sorpu, sund og svo í keilu, sem var allger snilld. Ég stóð í þeirri trú að þau væru of lítil til að geta farið með þau í keilu en svo er nú aldeilis ekki.. Þau stóðu sig með stakri bríði og fannst rosalega gaman.

jæja segjum það gott í bili

kveðja
Becks