
Jæja gott fólk , það er gott að vera frá Íslandi og vera vanur jarðskjálftum. Það var um kvöldmatarleytið í gærkvöldi að ég fór með félögum mínum á veitingastað hérna í nágreninu. Þegar við vorum að panta aðalréttinn þá reið jarðskjálfti yfir sem mældist 5,6 á Richter s.s. þokkalega öflugur. Eitt glas á borðinu okkar valt um koll og það sló þögn á alla á staðnum. Skrýtni þjóðverjinn sem var með okkur hélt að þetta væri hluti af halloween, og það voru greinilega fleiri sem héldu það því margir klöppuðu þegar þetta var yfirstaðið. Ég var nú hálf smeikur að sitja inn í amerísku húsi sem er byggt úr tannstönglum, en þetta reddaðist nú allt. Ég las svo í blaðinu i dag að þetta er stærsti jarðskjálfti á þessum slóðum síðan 1989. Svo þegar ég var að vinna í dag á skrifstofu IBM í San Jose þá kom annar skjálfti mun minni en þessi í gær. Ég hef ekkert séð hvað hann var stór á Richter skalanum.

En nóg um jarðskjálfta.. í dag er halloween í ameríku og þeir eru í einu orði sagt ruglaðir. Ég skil vel að krökkum finnst gaman að klæða sig upp og fá nammi fyrir að vera í fínum og flottum búningum. En ég labbaði um hverfið hérna í Los Gatos, þar sem hótelið er, og þarna voru strákar og stelpu ca 15-16 ára í búningum að labba meðal 3-8 ára að sníkja nammi, ótrúlegt. En þetta er svona carnival stemming , búið að skreyta mikið af húsum og jafnvel loka götum fyrir bílaumferð þar sem mikið af fólki er að labba um og skoða skreytingar hjá öðrum, það var rosalega gaman.
Jæja segjum það gott í bili.,
halloween kveðja
Beck´s
Engin ummæli:
Skrifa ummæli