föstudagur, 2. nóvember 2007

Það er allt stórt í Ameríku


Heilir og sælir lesendur góðir.
Þessi dagur byrjaði nú bara allveg ágætlega. Ég var kominn snemma á fætur og byrjaður að vinna og allveg kominn í gírinn, þegar síminn hringdi. Þetta var félagi minn hjá Brocade sem var bara að athuga hvort ég væri ekki til í að eyða deginum með honum þar sem hann var hvort eð er með tvo IBM-ara með sér og þeir ætluðu að keyra til Big Basin State Park og skoða rauðviðstré af stærstu gerð.. Ég hugsaði mig um í svona quart microsekundu og sagði auðvitað væri ég til í svona vitleysu. Seinna kom svo í ljós að IBM-ararnir eru fra IBM Nordic og ég þekki þá báða mjög vel. Þannig að dagurinn hjá mér fór í tóma vitleysu og nú þarf ég að vera að vinna á laugar eða sunnudaginn til að vinna upp tapið í dag. En engu að síður þá fékk ég út að borða í staðinn með strákunum á Benihanas sem var einstök upplifun í sjálfu sér . Eftir matinn hélt ég mína leið heim á hótelið og var fljótur að hoppa í náttbuxurnar , hella mér rauðvín í glas og hafa það náðugt.














Ég fór reyndar að hugsa um það á leiðinni heim áðan , að þegar maður er með hugann einhverstaðar annarstaðar td hjá þeim sem maður elskar þá eitthvern veginn hlustar maður öðruvísi á tónlist.. hafið þið tekið eftir þessu ? Maður setur alla texa á eitthvern hátt í samnhengi við sitt eigið líf....hmmm furðulegt fyrirbæri. Enn kannski útskýrir textinn þetta bara best:
Missing someone gets easier every day because even though it's one day further from the last time you saw each other, it's one day closer to the next time you will.

Kær kveðja
Beck's

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hæ hæ hæ vá hvað það er frábært að sjá bloggið þitt lifna svona við!
og ég skil þig svo algjörlega með tónlistina og textana,þetta er alveg magnað fyrirbrigði og mér finnst það líka stór punktur í því hvað tónlist er mikilvæg! Sakna þín alveg ógurlega mikið og get ekki beðið eftir að hitta þig næst.. hvenær sem það verður ;) þú ert besti stóri bróðir í heimi! knús í klessu!
kv. litla sys í Ungverjalandi

Ásta Beck sagði...

Já - segi það sama! Sakna ykkar líka alveg hrikalega, tel niður dagana í jóla/áramótafríið.

Risaknús til ykkar!

stóra sys í ..uuuu...Kópavogi