þriðjudagur, 6. nóvember 2007

Los Gatos og umhverfið.


Los Gatos er bærinn þar sem hótelið mitt er. Það má með sanni segja að þetta sé bær ríka fólksins, allavega svona frekar ríka fólksins. Hérna við hliðina á hótelinu er starfrækt bílasala sem selur enga bíla ódýrari en ca 300.000 dollara. Þarna eru bara Ferrari , Aston Martin , Rolls Roys, Bentley og Bugatti. Eins og sjá má af söluskrá þeirra eru margir frekar flottir vagnar þarna á ferð. Veðrið hérna hefur verið frekar þægilegt, ekkert alltof heitt og jafnvel frekar svallt á nóttunni. Margir segja að Október og Nóvember séu hlýjustu mánuðurnir í San Fransisco því það er ekki eins oft þoka á morgnanna eins og hina mánuðina.
En hitastigið er allaveg þannig að maður fer ekki oft í peysu, jú kanski á kvöldin, og er frekar létt klæddur.

En nóg um að . Bókarskrifin eru það sem allt snýst um hjá mér núna. Það er farið að líða á seinni hlutann af þessari ferð og við verðum að skila af okkur 12 köflum núna á föstudaginn og hananú. Við verðum sem sé mjög uppteknir í þessari viku, enn allt er þetta nú samt á áætlun ennþá. Það var ákveðið að við færum ekki út að borða á hverju kvöldi þessa vikuna eins og við höfum gert hinar 4, sem verður að teljast til tíðinda.. en einhver sagði að það væru 74 resturantar í göngufæri við hótelið okkar.
jæja ég ætla að hætta að finna mér eitthvað annað að gera og halda áfram að skrifa...
Kveðja
Beck's

1 ummæli:

Unknown sagði...

Sæll Palli.
Bara farinn að sjá rautt aftur..
Allavega rauðar bækur :-D
Þú ert nú alveg snillingur að koma þér í þessar aðstæður, og ég öfunda þig ekkert smá. Gangi þér vel karlinn.
Langaði að vita hvort stefnan sé tekin á klakann með famelíuna í des eins og svo oft áður???
Kveðjur úr Grenibyggðinni.
Hafsteinn.