
Já ég veit hvað þið eruð að hugsa .. en það er ekki það.. heldur er það lítill bær rétt utan við Yosemite nation park hérna í Californiu.
Ég var vakinn í morgun með símtali frá skrýtna þjóðverjanum sem er að skrifa með mér bókin og hann spurði hvort ég hefði planað daginn,, og þar sem ég var nývaknaður þá var vitanalega svarið nei.. hann sagði mér þá að hitta sig á bílastæðinu við hótelið eftir 20 mín.. jæja þá ég staulaðist á fætur og kom mér í föt og skellti í mig morgunmat. Á bílastæðinu beið mín þjóðverjinn og vinur hans, þessi með flugprófið, og brostu hringinn að ég ætlaði að koma með.. Förinni var heitið að Yosemite þjóðgarðinum og fljúga þaðan til Columbíu.. hmmm er það ekki hættulegt í svona smá rellu varð mér að orði.. enn þá komst ég að því að það er bær sem tengist gullæði Californíu sem ber heitið Columbia. Við flugum sem sagt að Yosemite park , við gátum ekki flogið yfir hann þar sem hann liggur mjög hátt yfir sjávarmáli og það eru einhver lög um að það verður að fljúga 2000 fet yfir garðinum og þar sem við vorum komnir i 11000 fet þá réð Cessnan okkar ekki við meir .. annars hefðum við geta flogið yfir hann..
Enn engu að síður þá lentum við í Columbia og sáum hvernig Californíu búar unnu sitt gull. Við drukkum okkar öl á Saloon sem var byggt um 1850, allar byggingarnar í þessum litla bæ eru upprunanlegar og bærinn er mikið notaður sem kvikmyndasett. Þegar við loksins stauluðumst upp í Cessnuna okkar og héldum heim þá sáum við hvar skógareldar geysuðu og vorum reknir í snarhasti í burtu þar sem björgunar-þyrlur og flugvélar voru að gusa vatni á eldana. Þegar við nálguðumst San Fransisco þá flugum við meðal annars yfir tvö þekktustu fangelsi í Bandaríkjunum þ.e San Quentin og Alcatraz . En San Quentin er rétt norðan við SF. Eftir að hafa skoðað Alcatraz úr lofti þá flugum við yfir Golden Gate brúnna og þaðan flugum við suður yfir ströndina í átt að San Jose, en litli flugvöllurinn okkar er við bæ sem heitir Gilroy og hýsir meðan annars risa outlet , sjá hér, sem sagt staður til að skoða nánar.... Þannig að þetta var bara fínn dagur með þýsku ferðafélögunum.
jæja .. kveð í bili , auf widersehen
Beck's
Engin ummæli:
Skrifa ummæli