
Jæja jæja hlustendur góðir.. haldiði ekki að strákurinn hafi munað lykilorðið inn á blogg síðuna sína.... en það er víst ekki eina ástæðan fyrir því að ég hef ekki skrifað staf síðan í Apríl.. Ég var reyndar rosalega þreyttur eftir skógarhöggið .. enn kannski ekki allveg svona. Það er runnið mikið vatn til sjávar síðan því núna er ég staddur í San Fransisco að skrifa bók. jú þið lásuð rétt . skrifa bók. Já ég gafst upp á þessum veraldlegu gæðum og gerðist hippi og sit nú með blóm í hárinu og skrifa bók. nei þetta var nú ekki allveg svona .. enn ég er nú samt að skrifa bók .. bók fyrir IBM svo kallaða IBM REDBOOK.
Ég kom hingað til SF þann 6.okt og verð til 17.nóv þannig að ég er svona ca hálfnaður með tímann minn hérna.
Það gengur ágætlega að skrifa bókina en mikill tími fer í rannsóknir og pælingar og spælingar. Kemur mér reyndar mikið á óvart hvað fyrri bækur um þessa græju eru vitlausar þegar maður loksins fær tækifæri til að skoða aðeins magainnihald græjunnar, en hvað um það.
Ég gær fór ég með tveimur þjóðverjum í flugferð um the bay area í cessnu rellu.. sem var reynar allveg splúnku ný. það var rosalega gaman að sjá hvernig silicon valley er byggður upp og ég tala nú ekki um sólsetrið við Kyrrahafið.
En hvað um það .. ég ætla nú ekki að hafa þetta lengra í bili en vonandi verð ég duglegri að skrifa fáeinar línur hérna en ég hef verið.
kveðja
Beck´s
Engin ummæli:
Skrifa ummæli