miðvikudagur, 31. október 2007

Jarðskjálftar í San Fransisco


Jæja gott fólk , það er gott að vera frá Íslandi og vera vanur jarðskjálftum. Það var um kvöldmatarleytið í gærkvöldi að ég fór með félögum mínum á veitingastað hérna í nágreninu. Þegar við vorum að panta aðalréttinn þá reið jarðskjálfti yfir sem mældist 5,6 á Richter s.s. þokkalega öflugur. Eitt glas á borðinu okkar valt um koll og það sló þögn á alla á staðnum. Skrýtni þjóðverjinn sem var með okkur hélt að þetta væri hluti af halloween, og það voru greinilega fleiri sem héldu það því margir klöppuðu þegar þetta var yfirstaðið. Ég var nú hálf smeikur að sitja inn í amerísku húsi sem er byggt úr tannstönglum, en þetta reddaðist nú allt. Ég las svo í blaðinu i dag að þetta er stærsti jarðskjálfti á þessum slóðum síðan 1989. Svo þegar ég var að vinna í dag á skrifstofu IBM í San Jose þá kom annar skjálfti mun minni en þessi í gær. Ég hef ekkert séð hvað hann var stór á Richter skalanum.

En nóg um jarðskjálfta.. í dag er halloween í ameríku og þeir eru í einu orði sagt ruglaðir. Ég skil vel að krökkum finnst gaman að klæða sig upp og fá nammi fyrir að vera í fínum og flottum búningum. En ég labbaði um hverfið hérna í Los Gatos, þar sem hótelið er, og þarna voru strákar og stelpu ca 15-16 ára í búningum að labba meðal 3-8 ára að sníkja nammi, ótrúlegt. En þetta er svona carnival stemming , búið að skreyta mikið af húsum og jafnvel loka götum fyrir bílaumferð þar sem mikið af fólki er að labba um og skoða skreytingar hjá öðrum, það var rosalega gaman.
Jæja segjum það gott í bili.,

halloween kveðja
Beck´s

sunnudagur, 28. október 2007

Columbia


Já ég veit hvað þið eruð að hugsa .. en það er ekki það.. heldur er það lítill bær rétt utan við Yosemite nation park hérna í Californiu.

Ég var vakinn í morgun með símtali frá skrýtna þjóðverjanum sem er að skrifa með mér bókin og hann spurði hvort ég hefði planað daginn,, og þar sem ég var nývaknaður þá var vitanalega svarið nei.. hann sagði mér þá að hitta sig á bílastæðinu við hótelið eftir 20 mín.. jæja þá ég staulaðist á fætur og kom mér í föt og skellti í mig morgunmat. Á bílastæðinu beið mín þjóðverjinn og vinur hans, þessi með flugprófið, og brostu hringinn að ég ætlaði að koma með.. Förinni var heitið að Yosemite þjóðgarðinum og fljúga þaðan til Columbíu.. hmmm er það ekki hættulegt í svona smá rellu varð mér að orði.. enn þá komst ég að því að það er bær sem tengist gullæði Californíu sem ber heitið Columbia. Við flugum sem sagt að Yosemite park , við gátum ekki flogið yfir hann þar sem hann liggur mjög hátt yfir sjávarmáli og það eru einhver lög um að það verður að fljúga 2000 fet yfir garðinum og þar sem við vorum komnir i 11000 fet þá réð Cessnan okkar ekki við meir .. annars hefðum við geta flogið yfir hann..
Enn engu að síður þá lentum við í Columbia og sáum hvernig Californíu búar unnu sitt gull. Við drukkum okkar öl á Saloon sem var byggt um 1850, allar byggingarnar í þessum litla bæ eru upprunanlegar og bærinn er mikið notaður sem kvikmyndasett. Þegar við loksins stauluðumst upp í Cessnuna okkar og héldum heim þá sáum við hvar skógareldar geysuðu og vorum reknir í snarhasti í burtu þar sem björgunar-þyrlur og flugvélar voru að gusa vatni á eldana. Þegar við nálguðumst San Fransisco þá flugum við meðal annars yfir tvö þekktustu fangelsi í Bandaríkjunum þ.e San Quentin og Alcatraz . En San Quentin er rétt norðan við SF. Eftir að hafa skoðað Alcatraz úr lofti þá flugum við yfir Golden Gate brúnna og þaðan flugum við suður yfir ströndina í átt að San Jose, en litli flugvöllurinn okkar er við bæ sem heitir Gilroy og hýsir meðan annars risa outlet , sjá hér, sem sagt staður til að skoða nánar.... Þannig að þetta var bara fínn dagur með þýsku ferðafélögunum.
jæja .. kveð í bili , auf widersehen

Beck's

fimmtudagur, 25. október 2007

SAN FRANSISCO


Jæja jæja hlustendur góðir.. haldiði ekki að strákurinn hafi munað lykilorðið inn á blogg síðuna sína.... en það er víst ekki eina ástæðan fyrir því að ég hef ekki skrifað staf síðan í Apríl.. Ég var reyndar rosalega þreyttur eftir skógarhöggið .. enn kannski ekki allveg svona. Það er runnið mikið vatn til sjávar síðan því núna er ég staddur í San Fransisco að skrifa bók. jú þið lásuð rétt . skrifa bók. Já ég gafst upp á þessum veraldlegu gæðum og gerðist hippi og sit nú með blóm í hárinu og skrifa bók. nei þetta var nú ekki allveg svona .. enn ég er nú samt að skrifa bók .. bók fyrir IBM svo kallaða IBM REDBOOK.
Ég kom hingað til SF þann 6.okt og verð til 17.nóv þannig að ég er svona ca hálfnaður með tímann minn hérna.
Það gengur ágætlega að skrifa bókina en mikill tími fer í rannsóknir og pælingar og spælingar. Kemur mér reyndar mikið á óvart hvað fyrri bækur um þessa græju eru vitlausar þegar maður loksins fær tækifæri til að skoða aðeins magainnihald græjunnar, en hvað um það.

Ég gær fór ég með tveimur þjóðverjum í flugferð um the bay area í cessnu rellu.. sem var reynar allveg splúnku ný. það var rosalega gaman að sjá hvernig silicon valley er byggður upp og ég tala nú ekki um sólsetrið við Kyrrahafið.
En hvað um það .. ég ætla nú ekki að hafa þetta lengra í bili en vonandi verð ég duglegri að skrifa fáeinar línur hérna en ég hef verið.
kveðja

Beck´s