
Los Gatos er bærinn þar sem hótelið mitt er. Það má með sanni segja að þetta sé bær ríka fólksins, allavega svona frekar ríka fólksins. Hérna við hliðina á hótelinu er starfrækt bílasala sem selur enga bíla ódýrari en ca 300.000 dollara. Þarna eru bara Ferrari , Aston Martin , Rolls Roys, Bentley og Bugatti. Eins og sjá má af söluskrá þeirra eru margir frekar flottir vagnar þarna á ferð. Veðrið hérna hefur verið frekar þægilegt, ekkert alltof heitt og jafnvel frekar svallt á nóttunni. Margir segja að Október og Nóvember séu hlýjustu mánuðurnir í San Fransisco því það er ekki eins oft þoka á morgnanna eins og hina mánuðina.
En hitastigið er allaveg þannig að maður fer ekki oft í peysu, jú kanski á kvöldin, og er frekar létt klæddur.
En nóg um að . Bókarskrifin eru það sem allt snýst um hjá mér núna. Það er farið að líða á seinni hlutann af þessari ferð og við verðum að skila af okkur 12 köflum núna á föstudaginn og hananú. Við verðum sem sé mjög uppteknir í þessari viku, enn allt er þetta nú samt á áætlun ennþá. Það var ákveðið að við færum ekki út að borða á hverju kvöldi þessa vikuna eins og við höfum gert hinar 4, sem verður að teljast til tíðinda.. en einhver sagði að það væru 74 resturantar í göngufæri við hótelið okkar.
jæja ég ætla að hætta að finna mér eitthvað annað að gera og halda áfram að skrifa...
Kveðja
Beck's
