þriðjudagur, 6. nóvember 2007

Los Gatos og umhverfið.


Los Gatos er bærinn þar sem hótelið mitt er. Það má með sanni segja að þetta sé bær ríka fólksins, allavega svona frekar ríka fólksins. Hérna við hliðina á hótelinu er starfrækt bílasala sem selur enga bíla ódýrari en ca 300.000 dollara. Þarna eru bara Ferrari , Aston Martin , Rolls Roys, Bentley og Bugatti. Eins og sjá má af söluskrá þeirra eru margir frekar flottir vagnar þarna á ferð. Veðrið hérna hefur verið frekar þægilegt, ekkert alltof heitt og jafnvel frekar svallt á nóttunni. Margir segja að Október og Nóvember séu hlýjustu mánuðurnir í San Fransisco því það er ekki eins oft þoka á morgnanna eins og hina mánuðina.
En hitastigið er allaveg þannig að maður fer ekki oft í peysu, jú kanski á kvöldin, og er frekar létt klæddur.

En nóg um að . Bókarskrifin eru það sem allt snýst um hjá mér núna. Það er farið að líða á seinni hlutann af þessari ferð og við verðum að skila af okkur 12 köflum núna á föstudaginn og hananú. Við verðum sem sé mjög uppteknir í þessari viku, enn allt er þetta nú samt á áætlun ennþá. Það var ákveðið að við færum ekki út að borða á hverju kvöldi þessa vikuna eins og við höfum gert hinar 4, sem verður að teljast til tíðinda.. en einhver sagði að það væru 74 resturantar í göngufæri við hótelið okkar.
jæja ég ætla að hætta að finna mér eitthvað annað að gera og halda áfram að skrifa...
Kveðja
Beck's

föstudagur, 2. nóvember 2007

Það er allt stórt í Ameríku


Heilir og sælir lesendur góðir.
Þessi dagur byrjaði nú bara allveg ágætlega. Ég var kominn snemma á fætur og byrjaður að vinna og allveg kominn í gírinn, þegar síminn hringdi. Þetta var félagi minn hjá Brocade sem var bara að athuga hvort ég væri ekki til í að eyða deginum með honum þar sem hann var hvort eð er með tvo IBM-ara með sér og þeir ætluðu að keyra til Big Basin State Park og skoða rauðviðstré af stærstu gerð.. Ég hugsaði mig um í svona quart microsekundu og sagði auðvitað væri ég til í svona vitleysu. Seinna kom svo í ljós að IBM-ararnir eru fra IBM Nordic og ég þekki þá báða mjög vel. Þannig að dagurinn hjá mér fór í tóma vitleysu og nú þarf ég að vera að vinna á laugar eða sunnudaginn til að vinna upp tapið í dag. En engu að síður þá fékk ég út að borða í staðinn með strákunum á Benihanas sem var einstök upplifun í sjálfu sér . Eftir matinn hélt ég mína leið heim á hótelið og var fljótur að hoppa í náttbuxurnar , hella mér rauðvín í glas og hafa það náðugt.














Ég fór reyndar að hugsa um það á leiðinni heim áðan , að þegar maður er með hugann einhverstaðar annarstaðar td hjá þeim sem maður elskar þá eitthvern veginn hlustar maður öðruvísi á tónlist.. hafið þið tekið eftir þessu ? Maður setur alla texa á eitthvern hátt í samnhengi við sitt eigið líf....hmmm furðulegt fyrirbæri. Enn kannski útskýrir textinn þetta bara best:
Missing someone gets easier every day because even though it's one day further from the last time you saw each other, it's one day closer to the next time you will.

Kær kveðja
Beck's