þriðjudagur, 23. janúar 2007

pípulagnir + gipsplötur + snjór + kuldi

jæja þar kom að því.. það er byrjað að snjóa.. Veðurfræðingurinn sem spáði snjókomunni mundi ekki hvernær það var norðan átt í danmörku síðast.. en það á að hlýna aftur á miðvikudag-fimtudag.

Annars var nú heldur betur spýtt í lófana um sl. helgin.. Pabbi og Jóhanna mættu á svæðið, sennilega leist pabba ekkert á hvað strákurinn var byrjaður á og ákvað að koma og sýna honum hvernig ætti að gera þetta.. Við settum nýja pípulögn fyrir baðherbergið, flotuðum gólfið og settum gipsplötur í loftið í holinu. Ég er svo byrjaður að sparsla og undirbúa festingar fyrir vegghengda klósettið.

Annars er ég mjög ánægður með hvernig húsið er búið að reynast í -6 til -8° C. Það var ekkert kalt á okkur og á kvöldin þá kveikti maður upp í kamínunni, svona til að nota eitthvað af þessum 2 tonnum af brenni sem ég keypti ( ég bjóst við hörðum vetri :-).

mánudagur, 15. janúar 2007

Litla baðherbergið er horfið !!!




og HANANÚ

.. nú var stóri hamarinn hans pabba tekinn fram og litla baðið varð fyrir barðinu.. í dag er ég búin að rífa allt .. já allt út af baðinu og þar með taldar flísar og múrklæðning, ja ég fór aðeins of geyst af stað og tók klæðninguna með. Svona eftir á að hyggja var það kannksi allveg óþarfi. Nema hvað við ætlum að setja nýtt klósett, vask, flísar = nýtt
bað.. úr því að ég var hvort eð er að taka holið var bara ágætt að ráðast á þetta líka.. nema hvað, þegar maður byrjar þá er maður ekkert nema ákafinn og þegar dagur að kvöldi kemur þá er maður gersamlega búinn..
Ég á erfitt með að ýta á Enter takkann því þá vekjar mig, segir kanski meira um mig en stærð verkefnisins :-)

En svona er nú það .. morgundagurinn fer nú svo í Stark, Silvan og Bauhaus og svoleiðis s.s. stráka-verslunardagur .. gaman gaman..
kveðja Beck's




laugardagur, 13. janúar 2007

Heima í Danmörku aftur !


jæja þá er tími ofáts og allgjörar leti liðinn. Við komum heim í húsið okkar þann 7. Janúar og var rosalega gott að koma heim.. allt var eins og það átti að vera og meir að segja voru vinir okkar í Sólröd búin að kaupa kost svo við ættum eitthvað í okkur. Húsið var nú frekar kalt þó að kyndingin væri búin að vera á í nokkra daga en eftir að hafa notað eitthvað af þessu tveimur tonnum af brenni sem ég keypti hlýnað heldur betur í húsinu.
Erna og Egill eru upp á sitt besta núna , að hitta alla vinina og rifja upp hvað hver fékk í jólagjöf.
Annars er maður bara að reyna að vera duglegur í að klára þessa smá hluti sem eftir voru þegar við fluttum inn, hengja upp ljós, myndir og setja saman hillur og þess háttar og svo á mánudaginn ætla ég að byrja á því að klára holið hjá okkur, að vísu bættist litla baðið við.
Við ætlum að setja nýtt klósett, svona vegghengt, og nýjar flísar. Inga er búin að vera svo snjöll að finna svona restar af flísum á tilboði, allt að 85% aflsáttur, snilld.
látum gott heita að sinni