þriðjudagur, 12. desember 2006

Annar jólasveinninn til byggð í kvöld

Já það er ótrúlegt hvað börn fá góðan svefn á aðventunni ! Hvað skildi eiginlega valda því ? Allavega þá voru mín börn mjög spennt yfir því að fá skeggjaðann mann til að fylgjast með því að þau væru nú stillt og prúð, meir að segja þá skrifaði Erna jólasveininum bréf, bara svona til að tryggja það að hann setti nú eitthvað góðgæti í skóinn, sem og hann gerði.

Ég fór með krakkana í bókabúð áður en fyrsti jólasveinninn kom til að kaupa bókina Jólin koma sem inniheldur fróðleik um jólin og jólasveinana eftir Jóhannes úr Kötlum. Mér finnst það bara svo stór hluti að lesa þessa bók aftur og aftur fyrir jólin fyrir börnin mín. það er eitthvað svo jólalegt við hana. Að vísu keypti ég líka ömmu sögur eftir sama höfund og þar er yndisleg saga sem ég síðar frétti að amma mín í Ártúni kunni utan að og sagði alltaf fyrir jólin.. það gerði bókin helmingi jólalegri við það..

http://edda.is/net/products.aspx?pid=709


En það var mikill og skemmtilegur dagur hjá mér í gær sem endaði í meiriháttar fótbolta í gömlu tennishöllinni í Kópavogi. Þetta var nú meiri boltinn, maður er í minna en lélegu formi og var stóð því á öndinni allan tímann. Það sem er svo yndislegt við þennan vinahóp minn að þarna eru allir til að spila skemmtilegan fótbolta, það er enginn tæklaður í döðlur og allt er í mesta bróðerni þó að keppnin sé mikil.

Við erum búin að vera mikið á flakki um bæinn og hitta mikið af fólki og við erum að fá svo mörg heimboð að ég held að við komumst ekki yfir þetta allt saman.

föstudagur, 1. desember 2006

Sidste dag på arbejde !


já ótrúlegt enn satt.. í dag var síðasti dagur í vinnunni allavega næstu 10 vikurnar ! Já 10 vikur .. hvernig á maður að höndla það. Þetta er eins og að hætta í vinnunni, maður pakkar öllu niður og það kemur eitthver annar og notar borðið manns og aðstöðuna, þannig að ekkert verður eins þegar maður kemur aftur. Enn hvað um það, þetta er bara eitt púsl á lífsleiðinni. En aðrir skemmtilegir hlutir gerðust í dag.. ég var á leið heim og á Hovedbanegård þá frétti ég af pabba og Jóhönnu við Ráðhústorgið og við hittumst svo fyrir framan tívolíð.. allger snilld eins og alltaf þegar ég og pabbi hittumst.. þau ætla svo að koma til okkar á morgun og eyða með okkur skemmtilegum degi.. mikið hlakka ég til en sennilega ekki jafn mikið og krakkana þau tala ekki um annað. enn þar til næst .. rgds Beck's

þriðjudagur, 28. nóvember 2006

Egill 4 ára

Posted by Picasa Egill á afmæli í dag og mamma hans bakaði þessa fínu Batman köku handa honum.. það þurfti að vísu smá samningaumleytanir því Batman átti að vera fljúgandi með eld og eitthvað rosalegt, en mömmu tókst að sannfæra hann að merkið væri allveg nóg !

Þegar ég hugsa um afmæli þá man ég nú frekar eftir þeim afmælum sem ég fór í heldur en mínu eigin afmæli en svona er maður nú skrýtin ..
Egill er búin að upplifa skemmtilegan dag.. fór með kökuna í leikskólann og fékk svo alla heimsins athygli frá foreldrunum, þar sem Erna var á fimleika æfingu með vinkonum sínum.

Nyt blog på dansk eller hvad ?

Nej mig langaði bara að byrja á einhverju einföldu, td. eins og deginum í dag.

bestu kveðjur
Becks