Við byrjuðum nefnilega á því að rífa niður tré í garðinum okkar og eins og áður fór maður helst til of geyst af stað og er með harðsperrur dauðans um allan kropp.
Víðir félagi kom og hjálpaði mér og eins og sönnum skógarhöggsmönnum urðum við að taka sitthvort tréð niður með exi, en ekki vélsög eins og öll hin.. jesus kristur, það var ekkert smá erfitt. Ég var næstum dauður eftir átkökin og ekki bætti úr skák þegar Víðir var að koma með comment eins og "þú ert að verða kominn í gegnum börkinn"-"viltu meiri bjór". Ég er búin að sanfærast um að skógarhögg er mikill tækni og þvílík hreystimenni sem vinna við það, það er ef þeir fella meir en eitt tré á dag.
Enn allt hafðist þetta nú á endanum. þ.e að koma þessu niður og inn í garð ..Nú tekur við helmingi meiri vinna að losna við þetta allt saman.. ég er búinn að hamast eins og brjálaður maður að búta þetta niður og koma þessu í flytjanlegar stærðir. En an að öllum líkindum panta ég bara vörubíl með krabba og fæ hann til að hirða þetta allt saman.
Ég og Inga tókum nú smá forskot á sæluna og rifum niður alla runna sem voru í beðinu sem liggur að skúr nágranans og ég leigði svona tætara (kompostkværn) til að hakka niður greinarnar, og það tók ekkert smá langan tíma en eins og allt þá hafðist það áður en ég átti að skila græjunni. Inga ætlar nefnilega að koma sér upp mini matjurtargarði.
Það er búið að vera rosalega gott veður hjá okkur um og yfir 20 stiga hiti og sól, þannig að karkkarnir eru vel útitekin og manni finnst vera komið þvílíkt sumar, en ég held samt í mér,, það er nú bara apríl ennþá.
Inga og Eiríkur hafa því miður ekki getað notið sumarblíðunar sem skildi þar sem þau bæði eru full af kvefi og hálsbólgu. En þau eru nú öll að koma til .. Eiríkur er svvvvooooo nálægt því að byrja að skríða að maður tekur myndir af honum á 20 sek fresti, ( ég sé það núna maður er nett klikkaður)
Enn svona er skógarhöggs lífið
kveðja
Beck's