sunnudagur, 15. apríl 2007

Lurkum laminn !!!!

Já ég er búinn að komast að því hvað er að vera lurkum laminn í bókstaflegri merkingu !!
Við byrjuðum nefnilega á því að rífa niður tré í garðinum okkar og eins og áður fór maður helst til of geyst af stað og er með harðsperrur dauðans um allan kropp.
Víðir félagi kom og hjálpaði mér og eins og sönnum skógarhöggsmönnum urðum við að taka sitthvort tréð niður með exi, en ekki vélsög eins og öll hin.. jesus kristur, það var ekkert smá erfitt. Ég var næstum dauður eftir átkökin og ekki bætti úr skák þegar Víðir var að koma með comment eins og "þú ert að verða kominn í gegnum börkinn"-"viltu meiri bjór". Ég er búin að sanfærast um að skógarhögg er mikill tækni og þvílík hreystimenni sem vinna við það, það er ef þeir fella meir en eitt tré á dag.
Enn allt hafðist þetta nú á endanum. þ.e að koma þessu niður og inn í garð ..Nú tekur við helmingi meiri vinna að losna við þetta allt saman.. ég er búinn að hamast eins og brjálaður maður að búta þetta niður og koma þessu í flytjanlegar stærðir. En an að öllum líkindum panta ég bara vörubíl með krabba og fæ hann til að hirða þetta allt saman.

Ég og Inga tókum nú smá forskot á sæluna og rifum niður alla runna sem voru í beðinu sem liggur að skúr nágranans og ég leigði svona tætara (kompostkværn) til að hakka niður greinarnar, og það tók ekkert smá langan tíma en eins og allt þá hafðist það áður en ég átti að skila græjunni. Inga ætlar nefnilega að koma sér upp mini matjurtargarði.

Það er búið að vera rosalega gott veður hjá okkur um og yfir 20 stiga hiti og sól, þannig að karkkarnir eru vel útitekin og manni finnst vera komið þvílíkt sumar, en ég held samt í mér,, það er nú bara apríl ennþá.

Inga og Eiríkur hafa því miður ekki getað notið sumarblíðunar sem skildi þar sem þau bæði eru full af kvefi og hálsbólgu. En þau eru nú öll að koma til .. Eiríkur er svvvvooooo nálægt því að byrja að skríða að maður tekur myndir af honum á 20 sek fresti, ( ég sé það núna maður er nett klikkaður)

Enn svona er skógarhöggs lífið

kveðja
Beck's
Posted by Picasa

þriðjudagur, 10. apríl 2007

Grænir fingur og súkklaði á nebba



Jæja nú er maður búin að endurheimta fjölskylduna frá Íslandi og er maður búin að vera í sjöunda himni síðast liðna viku.

Erna Sif var nú aldeilis glöð núna um páskana, ein vinkona hennar frá Íslandi kom í heimsókn og gátu þær leikið sér saman heilan dag. Foreldrar hennar og systkyn komu einnig og borðuðu hjá okkur svina steik með alles á páskadag. Egill var nú orðin frekar þreyttur þarna um kvöldið enda hafði hann vaknað fyrir kl 6 til að fara að leita að páskaeggi.. en pabbi hans reyndi nú að koma fyrir hann vitinu og sagði að það væri nú enn nótt.. en þá kom þetta sígilda, " en það er bjart úti" og hvernig á maður að útskýra það fyrir barni sem ekki enn kann á klukku !! En eitthvað tókst mér að teigja lopann svo að við byrjuðum ekki að leita fyrr en kl 7. Mikið rosalega var gott að fá páskaegg frá Íslandi.. en hvað er þetta með súkkulaði ? maður er að innbyrða fleiri hundruð grömm af súkkulaði á x klst. það er sko ekki skrýtið að krakkar verði klikkaðir um páska. Erna og Egill fóru nú svo pent í þetta að þau eiga bæði meir en helming eftir af sínu eggi þó nú sé komin 3. í páskum, en samt fékk Erna í magan og hausverk.

Annan í páskum þá fengum við Sólrödar gengið í heimsókn og ég grillaði íslenskt lamba fille... naaammmmiii.. það var hrikalega gott, vá hvað ísl. lambakjöt getur verið gott.. Allir borðuðu yfir sig og svo kom Bryndís með þennan líka hrikalega eftirrétt sem gjörsamlega sló mann í rot þannig að maður dormaði næstu klst. í alsælu.

Ég, Inga og Eiríkur fórum í dag og versluðum garðáhöld, hjólbörur og fleira, því við erum búin að ákveða að ráðast á garðinn núna.. við ætlum að taka öll tré sem eru austan megin við húsið og setja þar runna og grindverk. Ég hlakka rosalega til að fara svona í skógarhögg í garðinum, með exinni sem pabbi gaf mér í jólagjöf.. hehe
Við erum nefnilega með miljón tegundir af trjám, runnum og grasi á sama fermetranum svo að við ætlum að einfalda málið aðeins. Svo ætlar Inga að koma sér upp matjurtargarði og vorum við að rífa upp gamla trjástubba og plægja í dag. voða gaman hjá okkur.

Eiríkur er þvílíkt að segja mér sögur þessa dagana.. sennilega um allt sem fram fór á Íslandi sl. mánuð. .og honum liggur mikið niðrifyrir í sumum sögunum.. og maður sér á svipnum á honum að þetta var eitthvað rosalega merkilegt. hann er yndislegur stubburinn sá.

bless i bili
Beck's